Samkvæmt frétt á Vísi var ráðist á páfann í St. Peter´s Basilica.
Þetta minnir mig dálítið á einn ágætan vinnufélaga minn. Við vorum saman í erlendum fréttum á dagblaði sem nú er horfið. Vinnufélaginn skrifaði upp eftir Reutersskeyti frétt um uppgang mafíunnar í Nepal.
Mér fannst þetta dálítið skrítið – hvað var mafían að gera í þessu fjöllótta og fátæka landi?
Svo kíkti ég á fréttaskeytið. Þar var talað um Naples – sem er enska heitið á þeirri borg sem við köllum Napolí.
Nóg af mafíu þar – og nóg af páfum í Péturskirkjunni.