Ég nota stundum orðið nettröll – hef verið spurður hvað það þýði.
Þetta er íslenskun á orðinu internet troll. Samkvæmt Wikipedia hefur þetta orð verið notað síðan í upphafi tíunda áratugarins og á við þann sem setur inn ruglandi ummæli í athugasemdakerfi á netinu, hleypir upp umræðunum, stefnir þeim í vitleysu með rugli, endurtekningum og upphópunum.
Þetta heiti er notað um fyrirbærið í mörgum öðrum tungumálum, en það er líka til skammstöfunin DNFTT sem útleggst „ekki fóðra tröllin“.
Uppruni orðins getur líka tengst trolli eins og Matthías bendir á hér að neðan – semsagt veiðarfærum – og þá er meiningin sú að veiða bjána (trolling for suckers).