fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Indíánamynd í geimnum

Egill Helgason
Mánudaginn 21. desember 2009 01:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

avatar2

Kvikmyndin Avatar er sjónrænt meistaraverk. Ber þess vitni að ótrúlega mikið hafi verið nostrað við hvern ramma. James Cameron má eiga það að hann hugsar stórt og hefur breiða sýn. Stundum slær þetta reyndar aðeins of langt út í tölvuleik – það er ekki beint gaman að horfa á aðra spila tölvuleiki. En þótt mér líði alltaf svolítið kjánalega að sitja með þrívíddargleraugu í bíósal, þá gleymir maður sér við að horfa á dýrðina.

Ég veit ekki – kannski er framtíð kvikmyndanna þarna, eða einhver hluti hennar. Þetta er Hollywood eins og það verður stærst og stórkostlegast; maður getur ekki annað en dáðst að kraftinum og framkvæmdagleðinni.

Meistari Tuffaut á þó fræga línu – að gæði kvikmyndar séu ekki endilega í samræmi við fyrirhöfnina sem fara í að gera hana. Ég ætla ekki að afskrifa myndir eins og Mömmu Gógó strax.

Sagan er einföld, með góðum boðskap um náttúruvernd, rányrkju, nýlendukúgun og baráttu fyrir frelsi. Að sumu leyti minnir þetta á vestra, frumbyggjar plánetunnar Pandóru líkjast indíánum – það er þá eins myndir frá síðasta skeiði vestrans þegar indiánarnir voru góðir en riddaraliðið vont.

Og þetta er saga sem er ennþá að gerast: Í Tíbet, á Vesturbakkanum, í Súdan.

Persónurnar eru kannski ekki ýkja spennandi en leiktjöldin eru það; þessi pláneta sem Cameron var mörg ár að skapa – fyrir 250 milljón dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“