Á vef sem heitir AMX – sem ég fer hérumbil aldrei á en sé stundum bregða fyrir í Blogggáttinni sem birtist neðst til hægri á forsíðu Eyjunnar – birtast sirka þrjár greinar um mig í viku. Ég hef einsett mér að elta ekki ólar við þessi skrif, ekki fremur en það sem til dæmis Hannes Hómsteinn eða Björn Bjarnason skrifa.
Maður gerir sjálfum sér það ekki.
En eitt er merkilegt við svokallað „Fuglahvísl“ á AMX. Það er sífellt verið að hneykslast á nafnlausum skrifum á Eyjunni.
Samt er það svo að Fuglahvíslið – sem er í sannkölluðu öndvegi á AMX – er vita nafnlaust, sjálfur verð ég að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hver er alltaf að skrifa þessar greinar um mig.
Ég held reyndar að mig langi ekkert að vita það.