fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Arfleifð í tætlum

Egill Helgason
Laugardaginn 19. desember 2009 22:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar skoðaðar eru athugsasemdir frá Ingibjörgu Sólrúnu – eða Geir Haarde – um atburði fyrir hrun og á tíma þess verður að gá að einu.

Nefnilega því að pólitísk arfleifð þeirra er í tætlum. Henni verður varla tjaslað saman aftur; það er lítil von til þess að þau komist aftur inn í pólitík eða í sérstakar ábyrgðarstöður.

Það voru Ingibjörg og Geir sem fóru um heiminn stuttu fyrir hrun og reyndu að halda því fram að allt væri í þessu fína í íslensku bönkunum. Þeir hefðu bara ekki nógu góða ímynd.

Ein síðasta von þeirra er að reyna að hanga í því að vondir útlendingar hafi valdið ógæfu Íslands.

Þar eru þau reyndar dálítið á sama báti og annar stjórnmálamaður með ónýta arfleifð – Davíð Oddsson. Þetta er líka rauður þráður í málflutningi hans – og vinar hans, Styrmis Gunnarssonar.

Þessir fyrrum leiðtogar þjóðarinnar – sem öllum var sópað burt eftir búsáhaldabyltinguna – eiga allt undir því að geta kennt öðrum um.

Í því felst veik von þeirra um uppreisn æru.

Fyrrverandi seðlabankastjórinn og forsætisráðherrann hefur reyndar fengið heilt dagblað til þess, fyrrum virtasta blað landsins. Það getur varla talist annað en harmskoplegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina