Þingmenn Hreyfingarinnar benda á það að svokallaður auðlindaskattur ríkisstjórnarinnar er ekki auðlindaskattur í venjulengum skilningi þess hugtaks, heldur er verið að skattleggja notkun almennings á auðlindunum. Í tilkynningu Hreyfingarinnar segir:
„Í frumvarpinu hefur verið lagt til að innheimta skattinn af notendum í stað skattlagningar á auðlindinni sjálfri eins og venja er þegar talað erum auðlindaskatt. Ef ríkisstjórnin ætlaði að beita sömu aðferð á innheimtu auðlindaskatts á fiskveiðiauðlindinni og gert er í þessu frumvarpi, þá yrðu fiskflök og fiskbollur í borðum kjörbúða skattlagðar en ekki aflaheimildirnar. Engum hefur dottið slík aðferð í hug.“