Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins um ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna fjárfestinga fjárglæframannsins Björgólfs Thor Björgólfsonar:
„Það er ekki hlutverk stjórnvalda eða þingheims að draga fjárfesta í dilka að geðþótta sínum og leyfa samninga við suma en aðra ekki. Þar verða að gilda hlutlæg sjónarmið. “
Skiptir þá fortíð og viðskiptaferill og fortíð þeirra sem fjárfesta á Íslandi – og fá til þess sérstaka fyrrgreiðslu frá ríkisvaldinu – engu máli?
Hvers konar siðleysi er ríkjandi hjá þessum blessuðum samtökum? Er þá bara sama hvaðan gott kemur?
ps. Kjartan Valgarðsson gerði athugasemd hér að neðan og minnti á herferð SI gegn kennitöluflökkurum.