Við Kári vorum að velta fyrir okkur að það gæti verið gaman að hafa mörgæs sem gæludýr.
En hvar ætti hún að sofa?
Kári stakk upp á frystinum.
Svo mætti setja hana í bað með ísmolum.
Og jafnvel útbúa litla tjörn fyrir hana úti í garði. Ísland er svosem ekki hitabeltið.
Við búum líka stutt frá Reykjavíkurtjörn.
Skemmtileg dýr mörgæsir. Og jú, ég hef lesið Dauðann og mörgæsina eftir Andrei Kurkov. Frábær bók.