Þetta er hinn klassíski Saab. Svona bílar þóttu prýði á götunum þegar ég var að alast upp. Það voru til harðir Saab-menn – ég man að Stefán Jónsson fréttamaður sem bjó á horninu á Ásvallagötu og Blómvallagötu ók um á grænum Saab.
Síðustu árin hefur saga Saab verið tóm niðurlæging. Og nú ætlar General Motors – hinn ofurskuldugi bandaríski bílarisi sem er eigandi Saab – að hætta að framleiða bifreiðar undir þessu merki.
Lýkur þar með 60 ára sögu, en Saab hefur framleitt bifreiðar frá 1947.