Í Frakklandi er deilt um burkini sundföt.
Sundbúning fyrir konur sem hylur allan líkamann, einkum ætlaður konum sem aðhyllast íslamstrú.
Í Frakklandi er þetta partur af deilum sem hafa geisað um árabil; sjálfur Sarkozy forseti hefur sagt að klæðnaður af þessu tagi sé lítillækkandi fyrir konur.
En á Íslandi er framfylgt ströngu eftirliti með hreinlæti í sundlaugum svo burkiniið yrði varla vel séð.
Og reyndar hafa yfirvöld í borginni Emerainville þar sem konu var meinað að fara í laug í svona baðfötum sagt að hann brjóti í bága við hreinlætisreglur – og að það sé heldur ekki neitt til sem kallist íslamskur sundfatnaður.