Þarna hefði verið gaman að vera fluga á vegg…. eða í lúxusbifreið.
Dylan og Lennon í Rolls, líklega árið 1965.
Tónlistin sem er spiluð undir er af plötunni Street Legal sem er vanmetið verk Dylans. Fékk hroðalega gagnrýni á sínum tíma, söngurinn þótti vondur og hljóðið afleitt.
Svo var stöffið endurhljóðblandað 1999 – og þetta er hin fínasta plata og ýmsar merkilegar pælingar á henni.
En frá tíma þegar meistarinn fékk vonda krítík fyrir fleira, Budokan-hljómleikaplötuna, þar sem hann var að skemmta sér við að útsetja lögin sín fyrir stóra hljómsveit, bakraddir og brass – eins og á Street Legal. Það þoldu krítíkerar sem höfðu fylgst með honum lengi ekki; platan fékk þó skárri viðtökur í Evrópu. Hér heima var hún spiluð í tætlur í partíum sirka 1979.
Og svo annað meistaraverk: Kristilegu plötuna Slow Train Coming.