fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Kristinn: Rúin trausti

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. maí 2010 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar pistil um stjórnmálamenn sem eru rúnir trausti vegna peningagjafa frá fyrirtækjum. Segir meðal annars:

— — —

„Valdastaða margra þeirra, sem mikið fengu af peningum, er sláandi. Einn var borgarstjóri, annar var aðstoðarmaður forsætisráðherra og varð formaður borgarráðs Reykjavíkur, sá þriðji varð stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og síðar ráðherra, sá fjórði varð borgarstjóri. Áfram má lengi telja. Völdin í Reykjavík og í ríkisstjórn eru mikils virði. Eftir hrunið varð ljóst að stjórnmálamennirnir sem fóru með völdin höfðu ekki rækt starf sitt. Þeir höfðu látið undir höfuð leggjast að stjórna og leyft einmitt þeim sem stórtækastir voru í fjárveitingunum að haga sér að vild. Geysir Green Energy, REI og Icesave segja allt sem segja þarf um hvað hverjir voru að verki og hverjir ófu hverjum um fingur sér.

Nú eru þessir einstaklingar spurðir: hverjir gáfu ykkur peningana? Þá verður fátt um svör. Svarað er fáu til og seint. Farið er undan í flæmingi og ýmist vísað í einhverja flokksnefnd eða að leyfi þurfi frá þeim sem gáfu. Enn hefur enginn gert hreint fyrir sínum dyrum. Enn hefur enginn viðurkennt að áhrif hafi fylgt peningum. En allir hafa þeir viðurkennt að þetta séu of háar fjárgjafir og eigi ekki að líðast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“