fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Grímur: Þúfnahyggja

Egill Helgason
Mánudaginn 10. maí 2010 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason, VG-ari og sveitarstjóri í Dalabyggð, skrifar á vef sinn, meðal annars um misvægi atkvæða á Íslandi:

— — —

„Þess ber að geta að VG menn í Skagafirði og NV landi hafa talsvert vægi í stjórnmálum á Íslandi. Þannig kusu 4200 manns í kjördæminu flokkinn í síðustu kosningum. Það skilaði flokknum 3 af 9 þingmönnum kjördæmisins. Á sama tíma kusu rúmlega 8000 manns VG í öðru af tveimur kjördæmum Reykjavíkur. Það skilaði 2 af 11 þingmönnum. Það er því ljóst að kjósendur flokksins í Skagafirði hafa umtalsvert meira vægi en aðrir kjósendur á Íslandi.

Þúfnahugsun og vægi þröngra hagsmuna hafa ráðið allt of miklu allt of lengi. Stjórnsýslan á Íslandi er bæði veik og léleg. Það þarf að taka hana í gegn á öllum vígstöðvum. Flokksgæðingum hefur verið hlaðið á hillur ráðuneytanna um áratuga skeið. Fagmennskan hverfur og eftir stendur pot vina til vina. Þetta er með öllu óþolandi og verður ekki breytt með samþykktum úr Skagafirði.

Skagfirðingar berjast á hæl og hnakka til þess að bjarga vinveittum ráðherra einhverra ímyndaðra hagsmuna. Þetta er rökvilla. Hagsmundir Íslands sem heildar skipta meira máli en skammtímatuð og þúfnahyggja. Potið og sérhagsmunagæslan komu okkur í vandræðin. Leiðin út úr vandanum er m.a. sú  að vægi Skagafjarðar verði eins og annarra á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina