fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Hvað sagði Ferguson á Íslandi?

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. maí 2010 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef lesið ýmislegt eftir skoska sagnfræðinginn Niall Ferguson. Hann er mikil stjarna á himni sagfræðinnar, skrifar aðgengilegar og alþýðlegar bækur sem seljast vel á flugvöllum.

Síðasta bók hans, The Ascent of Money, kom út í íslenskri þýðingu hjá Uglu fyrir ekki alls löngu undir heitinu Hvernig peningarnir sigruðu heiminn. Eftir þeirri bók voru líka gerðir sjónvarpsþættir.

Ferguson hefur líka skrifað frægar bækur sem heita  Empire og Colossus en þar fjallar hann um bresku og bandarísku heimsveldin. Þar eru meðal annars settar fram kenningar um hvernig heimsveldi teygja sig of langt uns þau loks gefa eftir. Ferguson hefur haldið því fram að þetta eigi við um Bandaríki nútímans.

Ferguson er íhaldsmaður og hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of lítið úr meinsemdum nýlendustefnunnar í þessum verkum sínum.

Ferguson er prófessor við Harvard, auk þess að vera vinsæll fyrirlesari, milljónamæringur og ráðgjafi vongunarsjóða.Hann var ekki alls fyrir löngu í slúðurfréttum, þá fór hann frá konu sinni og þremur börnum og tók saman við sómölsku baráttukonuna Ayan Hirsi Ali – sem var gestur í Kiljunni fyrir tveimur árum.

Þá rifjast upp fyrir mér að hér á síðuna skrifaði ég í maí 2007 skrifaði ég að Ferguson hefði komið til Íslands og haldið fyrirlestur hjá Kaupþingi. Þetta fór ekki  hátt, en ég ég man að ég hafði spurnir af þessu. Fjölmiðlamönnum var líklega ekki boðið, sjálfur hefði ég viljað hitta Ferguson enda var ég þá búinn að lesa verk eftir hann.

Ég veit ekkert hvað hann talaði um, en það væri gaman að vita það.

Því skrifa ég þetta að Ferguson hefur verið í fréttum hér vegna orða sem hann lét falla í viðtali við norska blaðið Dagens Næringsliv. Þar á hann að hafa spáð hruni efnahagskerfisins eftir tvær vikur. Upprunalega fréttin er hér. Hins vegar virðist ekki hafa verið vitnað mikið í þessi orð prófessorsins nema hér á Íslandi, altént verður það ekki séð með skyndileit á netinu.

Andrés Jónsson bætir þesssari athugasemd við pistilinn, kl. 17.07:

„Ég krassaði þessa uppákomu hjá Kaupþingi 2007 sem blaðamaður Eyjunnar. Sá þetta í blaðinu og mætti þó að ég hafi fengið fremur kuldaleg viðbrögð við fyrirspurn um uppákomuna hjá Kaupþingi og var sagt að þetta væri aðeins fyrir boðsgesti.

Ég mætti samt og settist á fjölmiðlaborð með Hafliða Helgasyni, Sigurði Má Jónssyni og Karli Blöndal minnir mig.

Annars var þetta snobb samkoma þar sem saman voru komnir allir helstu banka- og útrásarstrákarnir. Fáar konur. Einnig voru nokkrir efnilegir stjórnmálamenn sem Kaupþing hafði boðið.

Það voru ef ég man rétt engar spurningar í lokin. Held að margir hafi ekki vitað almennilega hver Ferguson var. En það var boðið upp á dýran hádegisverð.

Niall talaði aðallega út frá bók sinni The Ascent of Money. Hann minntist lítið sem ekkert á Ísland. En hann talaði um lága vexti og hvernig að íslenskir bankar hefðu greinilega nýtt sér það til hins ítrasta.

Mig minnir að hann hafi talað um að partýið væri hugsanlega búið. Að minnsta kosti skrifaði ég frétt á Eyjuna í júní/júlí 2007 um að alþjóðlega yfirtökufjármögnunin sem íslenska útrásin byggði á væri uppurin.

En eins og við sáum síðar þá tóku íslensku bankarnir við fjármögnuninni af erlendum fjármálastofnununum um þetta sama leyti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi