fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Um refsigleði

Egill Helgason
Laugardaginn 8. maí 2010 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef hvergi fagnað því á nokkurn hátt að stjórnendur úr Kaupþingi hafi verið hnepptir í varðhald. Satt að segja finnst mér engin ástæða til að gleðjast yfir því. Það má vera að varðhaldið sé nauðsynlegt vegna rannsóknarinnar – ef ekki, þá geri ég ráð fyrir að Hæstiréttur felli það úr gildi nú eftir helgina.

Ef svo fer – þá mun það ekki vekja nein sérstök viðbrögð hjá mér heldur. Þarna eru stór mál sem þarf að ráða fram úr – og mér finnst algjörlega út í hött að nálgast þau með einhverjum hefndarhug.

En ég ætla að leyfa mér að hafa traust á yfirvöldum í þessu máli. Svona þar til annað kemur í ljós. Lýsingar á athæfi bankanna í rannsóknarskýrslu Alþingis eru svo sannarlega ófagrar – margt af því hafði auðvitað komið fram í fjölmiðlum áður, meðal annars á þessum vef.

Virtur bandarískur fjármálaeftirlitsmaður, William K. Black, telur að hér hafi átt sér stað stórfelld fjársvik. Black hefur fjórum sinnum á stuttum tíma verið beðinn um að bera vitni fyrir þingnefndum í Bandaríkjunum, tvisvar fyrir Fulltrúadeildinni, tvisvar fyrir Öldungadeildinni.

Það er einfaldlega nauðsynlegt að allur sannleikurinn komi fram um íslenska bankahrunið og að það verði gengið úr skugga um hvort um refsivert athæfi hafi verið að ræða.

Ég ætla hins vegar að láta mér í léttu rúmi liggja hvort menn verði dæmdir í langa fangelsisdóma: ég hef aldrei verið sérlega refsiglaður. Ég orðaði það svo stuttu eftir hrunið að það væri mikilvægara að fá allan sannleikann fram en að reisa gapastokk eða gálga á Austurvelli.

Ég hef stundum nefnt vefinn Pressuna á þessari síðu. Ég verð að viðurkenna að ég hef alla tíð forðast að lesa hann, þótt einstaka ágætur penni skrifi þar. Til vefsins er stofnað á mjög furðulegum forsendum. Upphafsmaður hans er fyrrverandi stjórnmálamaður sem naut stóreinkennilegrar fyrirgreiðslu í bönkunum. Hann var sérstakur aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, stjórnmálamanns sem var í mjög kósí sambandi við eigendur Kaupþings, enda stuðlaði hann beinlínis að því að gera þeim kleift að eignast bankanna. Ritstjóri Pressunnar er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Halldórs. Þetta eru ekki fjölmiðlamenn sem kalla fram sérstakt traust. Viðtal við Halldór Ásgrímsson í Kastljósi á föstudag sýnir að hann hefur engu gleymt – og nákvæmlega ekkert lært.

Fjöldi starfsmanna á vefnum er slíkur að maður hlýtur að spyrja sig hvaðan peningarnir koma, eins og sjá má hérna. Auglýsingar standa tæplega undir þessu, þótt vissulega auglýsi fyrirtæki á Pressunni sem við myndum aldrei sjá hér á Eyjunni.  Ég hef staðið mig að því margoft að spyrja hvernig þessi fjölmiðill standist eiginlega?

Það er líka merkilegt að sjá hverjar eru helstu stjörnurnar sem blogga á Pressuna, þeir sem stjórnendur vefsins kjósa að hampa mest: Það er ekki beint eins og þeir skríbentar  séu úr hópi mestu andófsmanna eða kerfisgagnrýnenda. Nei, þetta eru þvert á móti varðmenn gamla kerfisins, þess sem hrundi í október 2008.

Hér á Eyjunni eru menn að baksa við að halda úti sirkabát einu stöðugildi. Það er ekki mikið meira en það. En vefurinn nær því almennt nokkuð vel að vera óháður og frjáls. Það er fyrir öllu.

Pressan skrifar pistil um mig í dag þar sem látið er eins og ég sé með heykvísl í hendi. Nákvæmlega ekkert sem ég hef sagt um þessar handtökur réttlætir það – hins vegar benti ég á að á vefnum var fyrr í dag að finna fimm fréttir nánast í beit þar sem fjallað var um hvað þessi aðgerð saksóknara væri vond og hvað það væri hræðilegt að loka menn inni í varðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi