fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Flottræfilsháttur á gömlum merg

Egill Helgason
Föstudaginn 7. maí 2010 23:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er verið að ræða um hækkun á launum Seðlabankastjóra. Og það er auðvitað út í hött að fara að láta hann hafa einhverja sérstaka hækkun umfram annað fólk á Íslandi.

En það er allt í lagi að rifja upp að fyrir rúmu ári var ástandið dálítið annað.

Þá voru þrír seðlabankastjórar á Íslandi. Það mátti ekki vera minna. Hver þeirra var með um 20 milljónir króna í árslaun.

Og þá voru í bankaráði Seðlabankans Jón Sigurðsson, Ragnar Arnalds,  Hannes Hólmsteinn Gissuararson og Halldór Blöndal formaður – sá er orti um einn seðlabankastjórann að hann væri „hannesarjafni“ – þá væntanlega jafni Hannesar Hafstein, ekki Hannesar Hólmsteins.

Það þótti nauðsynlegt að hækka laun bankastjórans rækilega eftir að hann hóf störf – svo hann yrði örugglega hærri en forseti Íslands.

Gunnar Axel tók saman efni um þetta á bloggsíðu sinni fyrir tveimur árum, fyrir hrun, þar má líka lesa um skuldbindingar vegna fyrri bankastjóra og maka þeirra og um fleira sem tengist bankanum. Flottræfilshátturinn þar er ekki nýr af nálinni.

Maður getur til dæmis spurt sig hvers vegna Seðlabankastjóri þarf að hafa einkabílstjóra. Nú veit ég að núverandi bankastjóri býr í mjög þægilegu göngufæri við bankann. Sumir ráðherrar eru eilíflega að fara út á land og þurfa kannski bílstjóra vegna þess – það getur varla átt við um bankastjóra í Seðlabankanum, fer hann ekki bara á sinn kontór?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina