fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Gáttir bresta

Egill Helgason
Föstudaginn 30. apríl 2010 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríð Baugsliðsins og Moggaflokksins er að komast á nýtt plan – heiftin er orðin slík að nú halda engin bönd. Grein sem Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar á vef Pressunnar í dag (já, hann er líka kominn þangað) er það sem kalla má einstaklega djúsí. Það má segja að allar gáttir séu að bresta:

Um Einar Sigurðsson, starfsmann skilanefndar Glitnis, sem er almennt talinn maðurinn á bak við núverandi útgáfu Morgunblaðsins, og móður hans Guðbjörgu Matthíasdóttur:

„Við  seldum ekki okkar hlut í Glitni  rétt fyrir hrun eins og aðaleigandi Morgunblaðsins gerði. Voru það innherjasvik? Efast þú um að sonurinn hafi hringt í mömmu sína?  Eins og hann virðist ekki víla fyrir sér þessa dagana til að gauka verðmætum að gildum sjóðum Eyjafjölskyldunnar.  Væri ekki réttast að Eyjafjölskyldan skilaði þeim fjármunum sem hún fékk út úr Glitni og FL fyrir TM, skilaði þeim til þjóðarinnar?   Eða líður henni vel með útrásarpeningana í veskinu? Þeir eru væntanlega nógu góðir til að reka Moggann?“

Um Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins:

„Morgunblaðið hefur áhyggjur af því, hvort ég njóti hlunninda hjá Högum. Forstjóri Haga hefur svarað því í blaðinu. En ég ætla að upplýsa þig um, að útgefandi þinn fékk 40% afslátt af matarúttekt í 5 ár eftir að hann lét af störfum hjá Hagkaup. Ég veit ekki hvort hann greiddi skatta af þeim hlunnindum. Því verður hann sjálfur að svara.“

Um Agnesi Bragadóttur:

„Við  skrif þessi rifjast upp sagan, sem þú sagðir mér einu sinni af leikaranum Davíð þegar hann fór á fjórar lappir  í forsætisráðuneytinu, til að leika  þig í umgengni við þann sem hann taldi þáverandi húsbónda þinn.  Ljóst er að hundurinn hefur fengið nýjan húsbónda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?