Staksteinar Moggans hafa komist að því að fundaröð Háskóla Íslands um rannsóknarskýrslu Alþingis sé einhvers konar samsæri Samfylkingarinnar. (Fyrir utan náttúrlega þá málsvörn að skýrslan sé samin af vanhæfu fólki.) Svona er hægt að afgreiða hlutina með einföldum hætti – þegar öll önnur rök þrýtur.
Þessu er haldið fram í Staksteinum í morgun og sjónum sérstaklega beint að fyrirlestri Stefáns Ólafssonar. Þar segir:
„Stefán Ólafsson sleppti að fjalla um uppákomur sínar fyrir hverjar kosningar til að sanna að Sjálfstæðisflokkurinn ofsækti gamalt fólk.
Stefán sleppti reyndar að gagnrýna rannsóknarnefndina sem gagnrýnt hafði skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins, en Stefán hafði áður »sannað« að sami flokkur hefði þvert á móti hækkað skatta.“
Þarna má þess geta að fyrirlestur Stefáns var haldinn í dag – mörgum klukkutímum eftir að Morgunblað dagsins fór í prentun.