fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Revolution

Egill Helgason
Föstudaginn 30. apríl 2010 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem ég hef heyrt virðist lögreglan hafa verið óþarflega taugaveikluð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem var tekið fyrir mál níumenninga sem eru ákærðir fyrir að hafa ráðist inn í Alþingishúsið. Löggan hafði mikinn viðbúnað og virðist hafa beitt óþarflega mikill hörku.

Að því sögðu er afstaða mín til þessa máls nokkuð tvíbent.

Það er vissulega óheppilegt að fyrstu dómsmál í tengslum við hrunið skuli tengjast þeim sem mótmæla, en ekki sjálfum sökudólgunum, hrunverjunum, þeim sem settu Ísland á hausinn.

Jú, það er eiginlega alveg glatað.

En um leið finnst mér ekki forsvaranlegt að ráðast með valdi inn í þinghúsið, slást við lögreglu og þingverði  – eða bíta lögregluþjón eins og einn níumenninganna er ákærður fyrir.

Það er eiginlega ekki hægt annað en að ákæra fyrir slík brot.

Stundum verður mér hugsað til orða Johns Lennon úr laginu Revolution:

We all want to change the world

But when you talk about destruction

Don’t you know that you can count me out

(en þetta er tvíbent – því svo heyrist Lennon líka hvísla lítið in – en seinna í laginu talar hann líka um fólk sem veifar myndum af Maó formanni og þá sem eru með hatur í huga – svoleiðis fólk var líka meðal mótmælendanna þessa vetrardaga)

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Imb4tYOk8GE]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?