Eyjan segir frá því að í hinu víðlesna tímariti Time séu nokkrir Íslendingar flokkaðir sem slimy bastards:
Björgólfur Guðmundsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Í tímaritinu segir að enginn vilji lána Jóni Ásgeiri peninga lengur, ekki einu sinni í krónum.
Ekki er það nú alveg rétt, því Jón Ásgeir er sérfræðingur í að verða sér úti um lán – og í því að taka helst ekki upp veskið sjálfur – og ennþá virðast einhverjir vera til í að lána honum fé eins og Stöð 2 hefur verið að greina frá, eigenda sínum til mikillar gremju.