fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Forsetaembættið og siðareglur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðareglur fyrir embætti forsetans er kannski ekki beinlínis það sem er kallað eftir. Maður hefur á tilfinningunni að það séu stjórnmálamenn í hefndarhug sem leggja þetta til. Þeir vilji ná sér niðri á Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir Icesave málið og framgöngu hans í fjölmiðlum heima og erlendis.

Málið er að embætti forsetans þarf að skilgreina upp á nýtt á stjórnlagaþingi. Hvernig viljum við hafa þetta embætti – ef það er þá yfirleitt nauðsynlegt?

Við það verður ekki búið að sitjandi forseti, sé einn að baksa við að endurskapa embættið – ýmislegt sem hann gerir og segir eru hlutir sem hefðu þótt gjörsamlega óhugsandi í tíð forvera hans, Vigdísar Finnbogadóttur og Kristjáns Eldjárns, forseta sem voru vinsælli en hann og nutu meira trausts.

Það er ekki þar með sagt að þetta eigi ekki að vera svona. Stjórnlagaþing gæti vel komist að þeirri niðurstöðu að forsetaembættið ætti að vera mun virkara ein áður, að það ætti að vera meira mótvægi við ríkisstjórnir – ráðherraræðið hér hefur jú verið yfirgengilega mikið. Um leið hefur orðið ber sú brotalöm í ráðherraræðinu sem er mikil tilhneiging til að forðast að taka ábyrgð.

Víðast í kringum okkur er kerfi þar sem þjóðhöfðingjar hafa fyrst og fremst táknrænt gildi – en svo er líka til hitt sýstemið, líkt og í Frakklandi, Bandaríkjunum og Rússlandi, þar sem forseti fer með mikil og eiginleg völd.

Þetta þarf að ræða, en það verður ekki búið við það til lengdar að forseti upp á sitt eindæmi sé að endurskapa forsetaembættið  – það er ekki í verkahring hans heldur þarf það að gerast í tengslum við breytingar á stjórnarskrá sem lengi hefur verið vitað að er alltof óskýr þar sem forsetinn er annars vegar.

En þessi siðaregluhugmynd ber vott um að ráðherrana langi að verða sér úti um eitthvað til að geta lamið Ólaf Ragnar í hausinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?