fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Leyndarhyggjan

Egill Helgason
Laugardaginn 24. apríl 2010 22:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyndarhyggja í stjórnmálum er slæm, en því miður er hún alltof útbreidd.

Framsóknarflokkurinn ályktar í dag að leyndarhyggja hafi náð áður óþekktum hæðum í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Það er er ekki rétt. Leynipukrið er búið að standa miklu lengur yfir. Það var þróað sem stjórnunaraðferð á tíma Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þeir ákváðu upp á sitt eindæmi að etja Íslendingum út í stríð í fjarlægri heimsálfu, þeir gáfu banka vildarvinum, deildu út embættum til flokksmanna – eftir tíma þeirra var Alþingi varla nema afgreiðslustofnun þar sem stjórnarandstæðingar gátu fengið  útrás í ræðuhöldum en stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar stunduðu sjálfvirkar handauppréttingar.

Sumir héldu að þetta yrði öðruvísi í tíð Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar, en þau fóru í sama farið. Stærsta leyndarmálið í stjórnunartíð þeirra var að íslenska efnahagskerfið var í raun bráðfeigt. Um þá dæmalausu stjórnarhætti má lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Og enn héldu menn að breytingar yrðu með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. En það var líka óskhyggja. Þessi stjórnunaraðferð er orðin  inngróinn í kerfið, eins og fyrirrennarar þeirra eru þau með sína innri ríkisstjórn þar sem þau  sitja með fámennum hópi misjafnlega hæfileikaríkra ráðgjafa. Fæstir ættu þó möguleika á góðri vinnu ef ekki kæmu til flokkstengslin.

En kannski er heldur ekki von á öðru þegar ríkisstjórnin alltof fjölmenn; full af fólki sem fær að vera þar vegna dyggrar þjónustu við flokk og foringja – en það eru þeir verðleikar sem eru metnir mest í stjórnmálunum. Það er merkilegt að þegar vinstri flokkar komust loks til valda á Íslandi að þeir skyldu ekki hafa kraft, kjark eða hugmyndaflug til að reyna að breyta þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Leyndarhyggjan

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist