Gosið í Eyjafjallajökli er líklega eitthvert mest myndaða eldgos allra tíma. Í dag talaði ég við fréttamenn frá Al Jazeera. Þeir höfðu verið eystra í viku, voru þreyttir og slæptir, en sögðust hafa náð stórkostlegum myndum. Þeir nefndu sérstaklega einn Íslending, Ómar Ragnarsson, sem þeir sögðu að væri stórkostlegur karakter. Ómar hefur slegið í gegn í erlendum fjölmiðlum í gosinu, enda innlifun hans og þekking einstök.
Hér er mögnuð myndasería frá gosinu úr alþjóðaútgáfu Der Spiegel.
Við getum velt því fyrir okkur hvernig myndir af gosinu í Lakagígum og móðuharðindum hefðu litið út.