fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Grænir blettir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. apríl 2010 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sums staðar í kringum mig þar sem ég bý í Miðbænum eru „græn“ svæði.

Það er til dæmis reiturinn hérna á Amtmannsstígnum. Þar er gamall sandkassi sem kettir míga í. Enginn með réttu ráði myndi láta barn leika í þessum sandkassa. Annars er þessi reitur aðallega notaður af fólki af vinnustöðum í grendinni sem fer út til að reykja. Hann er alltaf fullur af sígarettustubbum og öðru drasli, við förum reyndar að með mikilli gát þarna – það gæti alltaf leynst sprautunál í gróðrinum. Stundum lætur fólk hunda skíta þarna.

Þarna eru líka leifar af gömlum brunni. Hann er notaður sem geymsla fyrir sorp – er yfirleitt fullur af alls kyns hrati borgarsamfélagsins.

Fyrir neðan er Bakarabrekkan svokölluð. Svæðið fyrir neðan Bernhöftstorfuna. Þar er hið úrsérgegngna útitafl – sem svosem var aldrei mikil bæjarprýði. Eða það stóð allavega ekki lengi áður en það fór að dabbast niður.

Þar eru líka grasblettir, en þeir eru dálítið háskalegir að því leyti að þeir eru fullir af glerbrotum. Glerbrotin eru orðin líkt og samofin við grassvörðinn. Hið sama gildir um grasreit sem var settur upp á Lækjartorgi í fyrrasumar. Hann er útbíaður í glerbrotum og sóðaskap ótal fyllerísnátta.

Allt er þetta í skelfilegri vanhirðu. Ég hef reyndar látið mér detta í hug að fá að stækka lóðina hjá mér svo litli almenningsbletturinn á Amtmannsstígnum heyri undir mig. Taka hann í fóstur.  Ég gæti þá kannski fjarlægt sandkassann og reynt að fegra blettinn dálítið.

Mér gæti ekki tekist verr upp en borgaryfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn