Ragnar Þórisson, hjá Boreas Capital og einn af fylgdarmönnum Sigmundar Davíðs í frægri Noregsferð, segir að að Ólafur Ragnar ætti að nota sambönd Dorritar Moussaief til að leysa Icesave.
Það er kannski dálítið bratt, jafnvel þótt Dorrit teljist ein best tengda samkvæmisdama (socialite) í Bretlandi – sú þriðja best tengda samkvæmt heimildum.
En það má geta þess að sambönd hennar hafa áður komið að gagni. Roger Boyes setur fram þá kenningu í bók sinni Meltdown Iceland að Dorrit sé ein af lykilmanneskjunum útrásinni, einmitt vegna tengsla sína við menn sem voru og urðu viðskiptavinir íslensku bankanna.