Niðurstöður Ríkisendurskoðunar á fjárreiðum stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna voru vægast sagt sjokkerandi.
Þarna er um að ræða mjög stórar fjárhæðir sem bæði flokkarnir og einstaklingar sem eru að koma sér áfram í stjórnmálum hafa þegið frá fyrirtækjum.
Samt eru ekki öll kurl komin til grafar. Það vantar upplýsingar frá kjördæmafélögum Sjálfstæðisflokksins. Og samkvæmt fréttum í gær ætlar framkvæmdastjóri flokksins ekki að gefa upp hvaða fyrirtæki hafa styrkt hann, hann lætur sér nægja að tilgreina fjárhæðirnar.
Það er ekki mjög traustvekjandi.
Fréttin um þetta birtist rétt fyrir áramót, hún týndist í áramótaumfjölluninni og Icesave. Fljölmiðlarnir hljóta að fylgja þessu eftir.
Sjá Pólitík á framfæri stórfyrirtækja, grein um þetta frá gamlársdegi.