fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Fleira skrítið í undirskriftasöfnun

Egill Helgason
Laugardaginn 2. janúar 2010 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að undirskriftasöfnun Indefence sé keyrð saman við þjóðskrá til að sannreyna kennitölur. Milli tvö og þrjú í nótt skráðu, samkvæmt stikkprufu, að minnsta kosti fjögur börn á aldrinum eins til fjögurra ára sig í söfnunina. Auks fjölda unglinga sem eru undir kosningaldri eða rétt við hann.

Voru þessi ungmenni að skrá sig sjálf – eða stóðu einhverjir aðrir fyrir því? Innskráningarnar virtust vera sérkennilega háttbundnar þessa nótt, svo síðari kosturinn er mun líklegri.

Og svo eru það þeir sem eru skráðir án þess að vita af því – hversu margir af þeim ætli hafi fyrir því að tékka á því hvort þeir séu á skrá eins og Einar Örn Einarsson?

Sjálfur er ég búinn að vera lengi á netinu – í febrúar verða liðin tíu ár síðan ég byrjaði að halda úti vefsíðu. Og eitt hef ég lært – ef einhver möguleiki er að svindla á netkosningu eða netkönnun, þá er nánast öruggt að einhver mun notfæra sér það.

Annars eru menn farnir að velta alvarlega fyrir sér hvað verður ef Ólafur Ragnar skrifar ekki undir. Guðmundur Svansson setur saman þessa skarplegu greiningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann