fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Djörf pólitísk skák

Egill Helgason
Föstudaginn 30. desember 2011 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrókeringar Jóhönnu og Steingríms eru pólitísk skáklist á háu stigi.

Fyrir áhugamenn um stjórnmálafléttur er gaman að fylgjast með þessu – maður veit svosem ekki hvort þetta breytir einhverju um stefnu stjórnarinnar, en það verða gerðar miklar kröfur til Steingríms í atvinnuvegaráðuneytinu. Það er stór yfirlýsing af hans hálfu að hann skuli setjast þangað inn.

Og eins og þegar djarft er teflt í skák geta úrslitin verið á báða bóga – það er stutt milli sigurs og taps.

Jón Bjarnason hrópar að hann sé settur út úr stjórninni vegna ESB, en allir vita að það er ekki satt, það eru einfaldlega mikil þreyta innan stjórnarliðsins með þennan sérlundaða karl. Hann hefur vissulega verið á móti ESB-viðræðunum,  en að öðru leyti hefur hann litlu komið í verk.

Formaður Vinstri grænna fær að ráðuneyti atvinnuvega – það er nokkuð sem flokksmenn hjóta að fagna, eða að minnsta kosti þykjast fagna.

Það kemur kona inn í ríkisstjórnina, Oddný Harðardóttir, í sjálft fjármálaráðuneytið og Samfylkingin fær það í sinn hlut – það er nokkuð hjáróma ef óánægjufólk í Samfylkingu lætur eins og þetta séu sérlega vond býtti.

Eins og segir má vera að þetta springi allt í höndunum á Jóhönnu og Steingrími, en það er áhugavert að fylgjast með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?