fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Það vantar skýringar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. desember 2011 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kominn tími til að þeir sem standa að byggingu nýja Landspítalans skýri mál sitt.

Eins og hefur verið bent á hér vefnum er erfitt að rekja feril þessarar ákvörðunar – það er eins og hún hafi tekið sjálfa sig á sínum tíma.

Sérlegir trúnaðarmenn stjórnmálaflokka hafa haft yfirumsjón með framkvæmdunum, er það tilviljun að báðir hafa mjóg sérstæðan feril í eyðslusemi í sínum sveitarfélögum – þetta eru Alfreð Þorsteinsson og Gunnar Svavarsson.

Það hefur margsinnis verið fjallað um að byggingarnar séu á sérlega óheppilegum stað.

Að þessar framkvæmdir verði óhemju kostnaðarsamar – það dettur engum í hug að þær verði nálægt kostnaðaráætlun. Tuttugu prósenta framúrakstur er algjört lágmark.

Að það sé sérstætt að ráðast í dýrar byggingaframkvæmdir á sama tíma og verið er að skera niður í heilbrigðisþjónustunni og fjöldaflótti er meðal heilbrigðisstarfsmanna. Hverjir eiga að manna þessar nýju byggingar – og svo er það tækjakosturinn sem þarf inn í þær – hvaðan á hann að koma?

Nú skal samt ekki útilokað að þarna sé á ferðinni bæði metnaður og framsýni – en þá verður að skýra það út lið fyrir lið, Efasemdirnar sem koma fram í grein eftir Guðjón Baldursson lækni eru einmitt á sömu nótum og margir hugsa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?