fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Vörumerki

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. desember 2011 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ég þekki býr aðeins kippkorn frá Ólympíuþorpinu sem er að rísa í Lundúnum.

Ólympíuleikar snúast að miklu leyti um kostun stórfyrirtækja – staðan er þannig í grennd við Ólympíusvæðið að ekki má sjást í merki fyrirtækja nema þau séu opinberir kostendur leikanna, það eru til dæmis fyrirtæki sem framleiða hollustuvörur eins og Coca Cola og MacDonalds.

Kók er náttúrlega einstakt fyrirtæki, það er ekki bara út um allt í íþróttum heldur er endalaust verið að telja okkur trú um að það séu engin jól á kóks og kóksveinsins.

Íþróttirnar eru helsýktar af peningum. Það getur varla verið hægt að hafa mikið gaman af alþjóðlegum fótbolta lengur – það eru alltaf sömu liðin sem vinna, þegar leikmenn eru farnir að sýna einhverja getu í fátækari liðum eru þeir undireins keyptir í ríku liðin. Liðin eru orðin að alþjóðlegum vörumerkjum – er hægt að halda með vörumerki?

Það stendur til að kaupa David Beckham til Paris St. Germain. Í Frakklandi eru menn mjög hneykslaðir yfir kaupinu sem leikmanninum er boðið. Hann á að fá sem svarar 134 milljónum króna á mánuði.

Þetta fær hann aðallega fyrir að vera vörumerki sjálfur – því það er ár og dagur síðan að David Beckham hefur getað eitthvað í fótbolta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði