fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Sorpið og snjórinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. desember 2011 20:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hugsa með miklum hlýhug til þeirra sem hirða sorpið hjá mér og öðrum borgarbúum. Ég veit að þeir vinna oft við erfiðar aðstæður og standa sig vel.

En ég borga reyndar líka fyrir þessa þjónustu með sköttunum.

Rúv birti frétt um sorphirðuna og snjóinn nú í kvöld. Það er mikill snjór og allar tunnur fullar og meira en það.

Þess var samt ekki getið að aðalvandinn felst í því að sorphirðan hefur verið skorin niður. Hér í hverfinu var ruslið síðast hirt 15. desember og svo ekki aftur fyrr en í dag, 27. desember.

Þetta er á tímanum þegar fólk tekur til á heimilum sínum, matbýr og bakar – þegar fellur til meira sorp en á öðrum tíma ársins.

Og þess vegna var sums staðar um að litast eins og í Napólí í verkfalli á jólunum, rusl flóði upp úr tunnum og var að fjúka út um allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?