fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Jólin eru ekki bara kristin

Egill Helgason
Mánudaginn 26. desember 2011 06:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er undarlegt að sjá páfann í Róm í jólamessu kvarta undan því að jól séu hátíð neyslunnar – þegar hann sjálfur stendur innan um ótrúlegt ríkidæmi Péturskirkjunnar og á líkama hans og allt í kringum hann er gull og gimsteinar. Maður getur eiginlega ekki hugsað sér neitt veraldlegra en einmitt þetta.

Jólin eru hætt að vera einkaeign kristinna manna. Þau snúast um ýmislegt annað en Jesúbarnið. Þau eru haldin víða um heim – og líka meðal fólks sem ekki er kristið. Eins og lesa má í þessari grein í Guardian halda hindúar og múslimar á Bretlandi líka jól.

Og trúleysingjar halda líka jól og geta verið jólabörn. Það er nefnilega líka hægt að finna góða hluti í jólunum þótt trúin sé fjarri – samhug, gjafmildi, samveru með fjölskyldu og vinum, jú ást og kærleika.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?