Í vefritinu Smugunni sem hallast mjög til vinstri birtir ritstjórinn, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, pistil þar sem hún lætur fara í taugarnar á sér umfjöllun fjölmiðla um fátækt og neyð annars vegar og ríkidæmi og bruðl hinsvegar í aðdraganda jólanna.
Vissulega er getur umfjöllun af þessu tagi klisjukennd, en reyndar verður að segjast að hún er í gangi meira og minna allt árið. Eftir hrun eru menn orðnir næmari fyrir misskiptingunni.
Hins vegar er spurning hvort vinstri menn hafi vanþóknun á slíkri umfjöllun meðan hér situr vinstri stjórn – hún er kannski ekki góð og gild nema á tíma hægri stjórna?
En þetta er heldur ekki nýtt, ekki beinlínis. Tvær frægustu jólasögur allra tíma fjalla um nákvæmlega þetta – og eru kolsígildar báðar.
Annars vegar Litla stúlkan með eldspýturnar eftir H.C. Andersen og hins vegar Jólaævintýri eftir Charles Dickens.