fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Hvað er rugl?

Egill Helgason
Föstudaginn 23. desember 2011 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson er dæmi um stjórnmálamann sem leiðist að sitja á friðarstóli. Ef fer að verða of rólegt í kringum Ögmund grípur hann mikið óþol.

Nú rétt fyrir jól vantar smá fútt og þá segir Ögmundur að aðildarviðræðurnar við ESB – sem hann samþykkti og ber ábyrgð á – séu rugl.

Það eru að koma áramót og þá verður væntanlega ýmislegt rifjað upp sem margir telja rugl á Íslandi – sumt af því skrifast á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem Ögmundur situr í.

Þar má nefna stanslausan fólksflótta.

Linnulausar skattahækkanir.

Atvinnuleysi.

Þá staðreynd að kaup á Íslandi er komið langt aftur úr nágrannalöndunum.

Gjaldeyrishöft.

Viðvarandi lágt gengi krónunnar.

Stéttaskiptinguna sem virðist vera að gróa fast inn í íslenskt samfélag.

Þá mikla áherslu sem hefur verið lögð á endurreisn og velferð fjármálastofnana.

Hnignun heilbrigðiskerfisins vegna fjárskorts og brotthvarfs starfsfólks.

Vaxtaokrið.

Seinaganginn í að ráða bót á skuldaáþján einstaklinga, heimila og fyrirtækja.

Skort á fjárfestingu.

Og ríkisstjórn sem virðist ekki geta komist að neinni niðurstöðu hvað varðar orkunýtingu né heldur helstu atvinnugrein þjóðarinnar, sjávarútveginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?