fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Hvað er rugl?

Egill Helgason
Föstudaginn 23. desember 2011 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson er dæmi um stjórnmálamann sem leiðist að sitja á friðarstóli. Ef fer að verða of rólegt í kringum Ögmund grípur hann mikið óþol.

Nú rétt fyrir jól vantar smá fútt og þá segir Ögmundur að aðildarviðræðurnar við ESB – sem hann samþykkti og ber ábyrgð á – séu rugl.

Það eru að koma áramót og þá verður væntanlega ýmislegt rifjað upp sem margir telja rugl á Íslandi – sumt af því skrifast á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem Ögmundur situr í.

Þar má nefna stanslausan fólksflótta.

Linnulausar skattahækkanir.

Atvinnuleysi.

Þá staðreynd að kaup á Íslandi er komið langt aftur úr nágrannalöndunum.

Gjaldeyrishöft.

Viðvarandi lágt gengi krónunnar.

Stéttaskiptinguna sem virðist vera að gróa fast inn í íslenskt samfélag.

Þá mikla áherslu sem hefur verið lögð á endurreisn og velferð fjármálastofnana.

Hnignun heilbrigðiskerfisins vegna fjárskorts og brotthvarfs starfsfólks.

Vaxtaokrið.

Seinaganginn í að ráða bót á skuldaáþján einstaklinga, heimila og fyrirtækja.

Skort á fjárfestingu.

Og ríkisstjórn sem virðist ekki geta komist að neinni niðurstöðu hvað varðar orkunýtingu né heldur helstu atvinnugrein þjóðarinnar, sjávarútveginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði