Ég var í bókabúð að fletta yfirliti Newsweek – eða var það Time – yfir árið 2011.
Maður skyldi ekki ætla það eftir fjölmiðlaumfjöllun ársins, en í raun var þetta friðsælt ár.
Það er lítið um styrjaldir í heiminum, friðsamlegt um að litast víðast hvar.
Velmegun er líka útbreiddari en áður – lönd eins og Kína, Brasilía, Tyrkland og Indland sækja enn fram. Í Norður-Afríku hafa orðið byltingar sem stefna í lýðræðisátt.
Evrópa og Bandaríkin eiga í fjárhagsörðugleikum, í Afríku ríkir víða skelfileg fátækt – en það er samt ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið þokkalegt ár á heimsvísu.
Kort frá Global Peace Index sýnir stríð og frið í heiminum, grænu löndin eru þau friðsömustu, í svörtu löndunum eru stríðsátök. Þar má sjá Súdan, Sómalíu, Afganistan og Írak.