Hjálmar Gíslason hjá DataMarket skrifar grein þar sem hann líkir íslensku Kauphöllinni við kofa – og efast um að hún sé rétti vettvangurinn fyrir endurreisn hlutabréfamarkaðarins.
Hjálmar segir að Kauphöllin hafi brugðist á margvíslegan hátt fyrir hrunið – og nefnir meðal annars eftirfarandi dæmi:
„Flókið net krosseignatengsla kom í veg fyrir að eignarhald á félögunum væri ljóst;
Stórlega ýktar “óefnislegar eignir” og “viðskiptavild” (sem reyndar eru hvort tveggja hugtök sem eiga fullan rétt á sér ef rétt er með farið) komu í veg fyrir að nokkuð væri hæft í efnahagsreikningum fyrirtækjanna;
Sýndarviðskipti – oft með lánum frá félögunum sjálfum – héldu uppi falsaðri eftirspurn eftir bréfum og þar með verði þeirra; og
Tap af óvarlegum viðskiptum var falið með því að selja “eitraðar eignir” inn í nýstofnuð dótturfélög sem áttu svo jafnvel ekkert annað.
Endurskoðendur félaganna kvittuðu upp á allt saman með glöðu geði og léðu þessum upplýsingum þar með trúverðugleika.„