fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Horfst í augu við Havel

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. desember 2011 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er frá því í fjölmiðlum að Vaclav Havel, fyrrverandi forseti Tékklands sé látinn.

Havel var af borgaraættum – sem þótti ekki gott í Tékkóslóvakíu kommmúnismans. Hann varð rithöfundur, leikskáld og andófsmaður. Sat í fangelsum. Í flauelsbyltingunni steig hann fram sem andlegur leiðtogi þjóðar sinnar. Vegna baráttu gegn kúguninni var hann sjálfsagður í það hlutverk.

Hann var ódeigur baráttumaður fyrir frelsi og mannréttindum.

Ég var farinn að lesa verk eftir Havel strax á unglingsárum og hef haft mikið dálæti á honum síðan þá. Hann er dæmi um rithöfund sem með hugrekki sínu getur breytt samfélagi.

Ég hitti hann aldrei, ekki beinlínis, en þó átti ég lítinn fund með honum. Hann var svona.

Ég var að ganga upp Bankastrætið, gaut augunum inn á veitingahús sem þar er, horfði þá í augun á manni sem ég kannaðist við, hann horfði á móti – það var Vaclav Havel.

Þannig horfðumst við semsagt í augu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis