fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Mikilvægt að vanda til verka

Egill Helgason
Laugardaginn 17. desember 2011 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið kaldhæðnislegt að íslenskur hlutabréfamarkaður sé að fara í gang á nýjan leik á sama tíma og Kastljós sýnir ítarlega umfjöllun um hvernig hlutabréfamarkaðurinn hér hefur verið misnotaður í stórum stíl. Umfang svikanna sem lýst er í Kastljósi er í raun ótrúlegt.

Hér var lengi ekki til neinn hlutabréfamarkaður, það var að vísu karl sem hét Aron og var kenndur við Kauphöllina. Hann sat á lítilli skrifstofu niðri í bæ og verslaði með íslenska fyrirtækjapappíra. Þetta þótti ekki sérlega fínt á þeim tíma, en það verður ekki séð að Aron hafi staðið verr að þessu en þeir sem síðar komu.

En það hlýtur að vera afar mikilvægt fyrir þá sem vilja alvöru hlutabréfamarkað á Íslandi að fenginn verði botn í það sem var að gerast hér á árunum frá 2004 til 2008.

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur, prófessor í félagsfræði, skrifar um þetta í Fréttablaðið í dag. Helgi segir að mikilvægt sé að vel sé vandað til verka:

„Málsmeðferðin verður að vera skotheld og dómsniðurstöður trúverðugar sem endurspegla allan málatilbúnaðinn. Ef málalyktir verða rýrar og almenningur fær á tilfinninguna að margir sleppi auðveldlega frá réttvísinni geta afleiðingarnar orðið dýrkeyptar. Því hvers vegna eiga venjulegir borgarar að fara eftir lögunum þegar efnamenn virðast komast upp með stórfelld brot án þess að lögum verði komið yfir þá? Og auðveldara verður fyrir síbrotamenn að réttlæta afbrotahegðan sína og erfiðara að fá þá til að snúa við blaðinu.

Sumir fræðimenn telja alvarlegustu afleiðingar viðskiptabrota einmitt siðferðislegar. Traust almennings á fjármálakerfinu og opinberum stofnunum getur auðveldlega dvínað og erfitt getur reynst að endurheimta það. Mikið er því í húfi að rannsókn sérstaks saksóknara byggist á traustum grunni og dómstólarnir reynist vandanum vaxnir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis