fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Markaðsmisnotkunin og fordæmið

Egill Helgason
Laugardaginn 17. desember 2011 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið skrítið að lesa þennan pistil Ólafs Arnarsonar þar sem hann gefur sér að rannsókn sérstaks saksóknara séu meira og minna ónýtar.

Kastljós hefur undanfarin kvöld fjallað um markaðsmisnotkun bankanna – það eru aðferðir sem bankarnir notuðu til að blekkja markaðinn, í þeim tilgangi að halda uppi verði á hlutabréfum eða hækka þau.

Þetta þykja mjög alvarleg afbrot þar sem hlutabréfamarkaðir starfa í alvörunni – hér höfum við haft meira svona nú jæja-viðhorf.

Samt virðist vera ljóst að bankarnir notuðu hundruð milljarða í þessu skyni.

Hér á Íslandi hefur gengið mjög erfiðlega að refsa fyrir efnahagsbrot – en reyndar er til nýlegt dómafordæmi í þessu tilviki.

Hæstiréttur dæmdi tvo starfsmenn Kaupþings í sex mánaða fangelsi síðastliðinn vetur fyrir að hafa óeðlileg áhrif á verð bréfa í Kaupþingi. Miðað við það gæti verið athyglisvert að fylgjast með því hvernig þessum málum reiðir af fyrir dómi – og það er ljóst að hér er um miklu stærri fjárhæðir að ræða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis