Halldór Baldursson er einstakt snilldarmenni í íslenskri fjölmiðlun, skopteiknari á heimsmælikvarða. Í raun er hann fyrsti Íslendingurinn sem nær að gera skopmyndir sem eru svo góðar að þær gætu sómt sér í hvaða blaði sem er – þess vegna í New York Times eða Guardian.
Ekki einasta er Halldór mjög flinkur myndlistarmaður, heldur hefur hann líka mjög skarpa sýn – greining hans á samfélaginu er hárbeitt.
Ég ætla að halda áfram að hrósa honum – ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Halldór gæti haldið þetta út, hvort afköst hans yfir langan tíma færu ekki að bitna á gæðunum.
En sú er aldeilis ekki raunin, nú í vikunni hefur Halldór teiknað hverja snilldarmyndina eftir annarri – ég held þetta hjóti að teljast mjög góð vika hjá honum.
Ég tek mér það bessaleyfi að birta síðustu fjórar myndirnar hans, en annars birtast þær í Fréttablaðinu eins og alþjóð veit.