fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Rúðustrikað

Egill Helgason
Föstudaginn 16. desember 2011 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður gleymir því víst aldrei  hvað maður var glaður þegar komu skólafrí – það var alveg sérstök tilfinning þegar jólafríið brast á.

Og maður skynjar þessa tilhlökkun hjá börnunum.

En einhvers staðar í kerfinu er fólk sem fattar þetta ekki alveg.

Síðasta helgin fyrir jól er að renna upp. Maður hefði haldið að barnaskólum lyki í dag – þessi föstudagur væri síðasti dagurinn fyrir frí.

En svo er ekki, það á að kenna á mánudaginn – hann kemur þarna eins og út úr kú eftir helgina.

Þetta styttir jólafríið heldur betur.

Ég held að þeir sem skipuleggja þetta hjóti að vera rúðustrikaðir.

Þeir sjá væntanlega að það eigi að vera svo og svo margir kennsludagar á ári – og svo hafa þeir kannski hugfast að skólarnir eru að talsverðu leyti orðnir geymslustaðir fyrir börn. Skólaárið lengist, en maður verður ekki var við að afköstin í náminu séu meiri.

En ef ég væri krakki í skóla myndi mér þykja ansi fúlt að fá ekki að ganga út í frelsi jólafrísins í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu