fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Mannorð

Egill Helgason
Föstudaginn 16. desember 2011 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Bjarnason er höfundur bókarinnar Mannorð sem kom út í haust. Hún fjallar um útrásarvíking – Starkað Leví – sem er að reyna að endurheimta mannorð sitt. Á upplestrarkvöldi um daginn mun Bjarni hafa lent í rimmu við Ragnhildi Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Bjarni skrifar um þetta á Facebook-síðu sína. Þetta er sérlega áhugaverður texti hjá höfundinum:

„Björgólfur Thor er hin fullkomlega tragíska persóna. Hann á einlægan draum um heiður. Heiður sinn og fjölskyldunnar. En allur sigurinn á að felast í sýndinni sem kristallast til dæmis í draumahöllinni Fríkirkjuvegi ellefu. Hann gerir allt fyrir þessa fögru tálsýn og þegar hún vitrast og hann er í þann veginn að umfaðma hana kemur í ljós að hann hefur svikið öll prinsipp til að höndla hana. Þjóðin sem að hann vill að dýrki sig, horfir annað og hann endar í útlegð með ekkert nema peninga. Honum er vorkunn, og vekur móðurlegar huggunartilfinningar velmeinandi talskonum, en þó er ekki hægt að vorkenna honum. Sem gerir hann enn brjóstumkennanlegri. Ef kemur í ljós að millifærslur úr Landbankanum rétt fyrir hrun, sem sérstakur kannar, reynast svo lögbrot, og hann sér fram á fangelsisvist, þarf hann að svíkja enn meira til að komast undan og hverfa alveg út í heim. Hann sem átti draum um heiður getur engan rætt við sem hann vill að beri fyrir sér lotningu. Þetta er táknmynd brostins draums útrásarvíkingsins, stórbrotinn harmleikur einstaklings og frjálshyggjuútópíudraums þjóðar. Hlutskipti ”hetjunar” er hörmulegt og allra í kringum hann. Ef þetta hefði gerst á leiksviði hefði maður klappað, en þar sem þetta er veruleikinn, endar persónan bara sem aumur síljúgandi lúser sem hreyfir varirnar en áhugaleysi og vantrú veldur að enginn heyrir hvað segir, né kærir sig um að vita það. Þetta var allt hjóm og eftirsókn eftir vindi, og menn gleyma því. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama – lengra náði kvæðið sem hann þuldi í Forbes ekki hjá honum. Minningargreinin er þegar skrifuð. Allt þetta á hann líka sameiginlegt með Starkaði Leví.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu