Breski blaðamaðurinn Cristopher Hitchens er látinn úr krabbameini sem hann hafði barist við – hann var stórreykingamaður.
Hitch varð reyndar bandarískur ríkisborgari á seinni hluta ævi sinnar. Hann var einhver skæðasti blaðamaður samtímans, óhræddur, kjaftfor og fluggáfaður.
Hann er frægur fyrir ýmislegt, vinstri rótttækni, baráttu gegn Vietnamstríðinu, andúð sína á trú, hann skrifaði fræga bók þar sem hann lýsti Móður Teresu sem ofstækiskonu og svindlara og seinna skrifaði hann bók sem nefnist God is not Great, hún eitt helsta rit vantrúarmanna – hann varð mjög umdeildur meðal gamalla félaga þegar hann studdi ákvörðunina um að ráðast inn í Írak.
Þetta var litríkur karakter, magnaður penni, mótsagnakenndur maður – það er óhætt að mæla með sjálfsævisögu hans sem nefnist Hitch-22.
Hitchens með sígarettuna og besti vinur hans til langs tíma, rithöfundurinn Martin Amis.