fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Hitch látinn

Egill Helgason
Föstudaginn 16. desember 2011 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski blaðamaðurinn Cristopher Hitchens er látinn úr krabbameini sem hann hafði barist við – hann var stórreykingamaður.

Hitch varð reyndar bandarískur ríkisborgari á seinni hluta ævi sinnar. Hann var einhver skæðasti blaðamaður samtímans, óhræddur, kjaftfor og fluggáfaður.

Hann er frægur fyrir ýmislegt, vinstri rótttækni, baráttu gegn Vietnamstríðinu, andúð sína á trú, hann skrifaði fræga bók þar sem hann lýsti Móður Teresu sem ofstækiskonu og svindlara og seinna skrifaði hann bók sem nefnist God is not Great, hún eitt helsta rit vantrúarmanna – hann varð mjög umdeildur meðal gamalla félaga þegar hann studdi ákvörðunina um að ráðast inn í Írak.

Þetta var litríkur karakter, magnaður penni, mótsagnakenndur maður – það er óhætt að mæla með sjálfsævisögu hans sem nefnist Hitch-22.

Hitchens með sígarettuna og besti vinur hans til langs tíma, rithöfundurinn Martin Amis.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina