Morgunblaðið birtir í dag athyglisvert viðtal við Steinar Þór Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings.
Hann upplýsir að strax eftir fall bankans hafi menn verið komnir að bakdyrum hans og viljað kaupa eignirnar fyrir 5-10 prósent af virði þeirra.
Í þessum hópi voru engir aðrir en gömlu Kaupþingsmennirnir – sem náttúrlega þekktu þessar eignir betur en aðrir.
Þetta er mjög athyglisvert í ljósi fréttaskýringar Kastljóss um markaðsmisnotkun í Kaupþingi – og ekki síður í ljósi þeirrar, að miklu leyti ósvöruðu spurningar, hverjir það séu sem að lokum eignuðust íslensku bankana?