Píanóleikarinn Arkadí Volodos verður gestur á Listahátíð í Reykjavík í vor. Heldur tónleika í Hörpu 20. maí.
Það verður að segjast eins og er að hann er algjör snillingur
Hér er útgáfa hans af Rondo alla turca úr píanósónötu nr. 11 eftir Mozart – hann hefur endurskrifað verkið og úr verður algjör flugeldasýning, það var ungur vinur minn sem lærir á píanó sem benti mér á þetta í kvöld.
Ég er ekki vanur að skipuleggja líf mitt langt fram í tímann, en ég fór á netið strax á eftir og keypti mér miða á Volodos.