Það er merkileg staða sem er uppi í Evrópusambandinu eins og við Eiríkur Bergmann ræddum í Silfrinu í dag.
Við horfum jafnvel fram á Evrópusamband í fjórum lögum:
Evruríkin.
Ríkin sem nota eigin gjaldmiðla en beygja sig undir nýjar samþykktir ESB.
Bretland.
EES-ríkin.
Eins og Eiríkur sagði er einn dýpra á evrunni fyrir Íslendinga verði þessar breytingar að raunveruleika. Því er dálítið grátbroslegt að byrjað sé á stórum áföngum í ESB viðræðunum á morgun.
En Eiríkur benti á að þessar reglur myndu hafa áhrif á Íslandi, ekki í gegnum EES-samninginn beint, heldur vegna þeirra miklu viðskipta sem við eigum við ESB-ríki.
Og við erum líklega að horfa á Evrópu sem þróast nær því að vera sambandsríki – sem væntanlega mun hafa nokkur áhrif á afstöðu Íslenddinga til inngöngu.