Það var tilkynnt í dag að söngvarinn og lagahöfundurinn James Taylor myndi spila í Hörpunni á næsta ári.
James Taylor var einna fremstur í flokki þeirra sem kölluðust singers/songwriters á árunum upp úr 1970.
Á íslensku eigum við hið ágæta orð söngvaskáld.
Taylor hefur samið mörg framúrskarandi lög. Það sem hér fylgir hefur lengi verið eitt af uppáhaldslögunum mínum – Sweet Baby James.
Í þessari upptöku útskýrir Taylor tilurð lagsins, þessa skrýtnu blöndu af kúrekasöng sem síðar umhverfist í fagra vetrarmynd af Nýja Englandi.
Hann segist hafa samið lagið um lítinn frænda sinn sem var líka skírður James – hann taldi að kúrekavögguvísa myndi henta best – þegar hann var á leiðinni frá Massachusetts til Norður-Karólínu.
Textann má finna hérna – hann er sérlega fallegur.