fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Unaðsreitur

Egill Helgason
Föstudaginn 9. desember 2011 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fjölskyldan förum stundum í Öskjuhlíð – ætli megi ekki segja að þetta sé uppáhalds útivistarsvæði okkar innan borgarmarkanna. Við förum þarna bæði gangandi og hjólandi.

Það er frábært að sjá hvernig trjágróðurinn þarna dafnar – þegar ég var smástrákur og fór þarna var það ekki nema kjarr.

Nú er þetta þéttur og fallegur skógur – jú, minnir dálítið á útlönd. Þarna var einstaklega fallegt núna í haust, ekki bara haustskógurinn – heldur líka þessi sérstaka skógarlykt.

Mér þykir reyndar sorglegt að stórbyggingar Háskólans í Reykjavík skuli hafa risið þarna með ógurlegu flæmi bílastæða. Það er sannkallað umhverfisslys. En þegar maður er kominn inn í skóginn sér maður ekki þessi mannvirki.

En hugmyndir um að fella tré þarna í stórum stíl vegna flugvallarins – æ, það er ekki skemmtilegt og getur ekki annað en valdið spjöllum á þessum skjólsæla unaðsreit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu