fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Jólabækur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. desember 2011 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru mikil bókaþjóð, um það verður ekki deilt. Fjöldi titla sem kemur út hérna er ótrúlega mikill. Þetta breytist varla í bráð – nema að upp séu að vaxa kynslóðir sem kunna ekki að lesa sér til gagns og ánægju.

Ég kannast ekki við að orðið „jólabækur“ sé til í öðru tungumáli. Á íslensku er þetta ekki notað yfir bækur sem fjalla um jólin, heldur bækur sem koma út á tímabilinu frá október og fram í desember.

Semsagt megnið af útgáfunni. Flestar bækur á Íslandi eru eiginlega jólabækur.

Stundum verður maður hálf forviða yfir þessu. Jú, stærstur hluti bóksölunnar er fyrir jólin og þá er ráð að gefa út bækur sem líklegt er að seljist – verði notaðar til gjafa. Sumar bækur eru settar í matvöruverslanir og seljast þar í brettavís.

En svo eru allar bækurnar sem eiga í raun engan séns í flóðinu, sökkva undireins og – eiga á hættu að gleymast. Þetta eru ekki bara bækur sem eru ekki vænlegar til gjafa, heldur stundum líka bækur sem koma of seint út – þegar er orðið um seinan að fanga athygli fjölmiðlanna og lesenda.

Yfir þessu er einhver ógnarbjartsýni sem er heillandi – en stundum skortir líka tenginguna við raunveruleikann. Gallinn er líka að bækur sem er feikimikið fjallað um fyrir jólin vilja hverfa að þeim liðnum – og það er ekki endilega gott fyrir bókmenntaumræðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu