fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Nóg af getgátum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. desember 2011 19:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að Kínverjar horfi til mjög langs tíma.

En varðandi hernaðarumsvif á Grímsstöðum á Fjöllum er þeim sjálfum við brugðið.

Planið gæti verið á þá leið að þeir bíði eftir því að hlýnun jarðar sé orðin slík að að sjávarborð hafi færst alla leið þangað uppeftir  – þá væri hugsanlega hægt að opna skipalægið og senda kafbátana af stað út á höfin.

En svo kemur í ljós á nefndarfundi á Alþingi að Huang Nubo eigi miklar eignir – þjóðgarða, fjöll og menningarþorp. Ekki var um það fjallað að þetta tengdist hernaði eða hernaðarlist.

Kannski er nær að fjalla um þetta eins og Michel Houellebecq gerir í nýjustu skáldsögu sinni sem nefnist Kortið og landsvæðið? Þar hefur Evrópa svosem ekkert liðið undir lok, það ríkir ágæt velmegun, en hún er orðin eins og eitt stórt menningarþorp, sýningarsvæði,  þar sem ferðamenn frá Austur-Asíu geta komið og skoðað hina merku evrópsku menningu – sem náttúrlega hefur liðið undir lok, er bara safngripur.

Annars er hreint makalaust hvað er mikið búið að fjalla um þetta hér án þess að nái að koma fram einföldustu staðreyndir. En það er nóg af getgátum – það er jafnvel eins og það henti best í því andrúmslofti sem ríkir á Íslandi í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu